Garðherinn logo

Framtíðin er græn, láttu okkur hjálpa þér að móta hana.

Fyrirtækið

Garðherinn er fyrirtæki sem sérhæfir sig í umhirðu garða. Reksturinn má rekja allt til ársins 2005, á þeim tíma var aðeins garðsláttur í boði og gengið var með slátturvélina á milli heimila til að bjóða upp á garðslátt. Það var svo árið 2014 sem núverandi eigandi tók við rekstrinum og enn í dag eru viðskiptavinir sem hafa fylgt okkur frá stofnun og erum við afar hreykin og þakklát fyrir það.

Þjónusta

Við bjóðum upp á garðslátt í einkagörðum, stærri svæðum fyrir bæjarfélög og/eða fyrirtæki. Hægt er að vera í áskrift yfir sumarið, þá er garðurinn vaktaður og sleginn þegar þörf er á, oftast er það á 10-14 daga fresti en fer einnig eftir veðráttu. Með þessu fyrirkomulagi getur eigandinn sett fætur upp í loft eftir vinnudaginn og þarf ekki að hafa áhyggjur af grasvexti. Við bjóðum einnig upp á staka slætti ef þess er óskað.

Við skiljum eftir vel snyrtan og fallegan grasflöt eftir hvern slátt.

Afhverju að velja okkur?

Það getur verið erfitt og stressandi að velja réttan og traustan aðila í verkið. Markmið okkar er að allir aðilar fari sáttir frá borði enda er okkar helsta lifibrauð meðmæli fyrri kúnna. Við höfum yfir áratuga reynslu og hundruði ánægðra viðskiptavina.

Reynsla

Með áratuga reynslu og hundruði ánægðra viðskiptavina.

Frágangur

Við ábyrgjumst fyrirmyndar frágang frá öllum okkar verkefnum

Gæði

Við notumst einungis besta fáanlega efnið á markaðnum í dag.

Umsagnir viðskiptavina

Björg Árnadóttir

Reynihlíð 11, 105 Reykjavík

stjarnastjarnastjarnastjarnastjarna

Við höfum fengið frábæra þjónustu hjá Garðhernum í þó nokkur ár. Garðurinn minn er ekki þægilegur fyrir sláttuvélar eða orf, þar sem partur af honum er brött brekka með mörgum trjám á stangli. Þeir hafa sinnt þessu vel, fylgjast með og slá eftir þörfum hverju sinni. Takk fyrir okkur og sjáumst í sumar!

Héðinn Sveinbjörnsson

Kársnesbraut 82, 200 Kópavogi

stjarnastjarnastjarnastjarnastjarna

Við fengum Garðherinn til að vinna fyrir okkur og sjáum ekki eftir því. Þjónustan var til fyrirmyndar og við mælum með því að fólk nýti sér Garðherinn.

Hrafn Sigurðsson

Formaður húsfélagsins Austurberg 34

stjarnastjarnastjarnastjarnastjarna

Garðherinn hefur sinnt garðinum okkar í nokkur ár með miklum sóma. Allt hefur staðist sem þeir hafa sagt við mig og það finnst mér vera mikils virði.

Ingimar Sigurðsson

Formaður húsfélagsins Tjarnarmýri 9-15 frá 2008-2020

stjarnastjarnastjarnastjarnastjarna

Garðherinn hefur séð um slátt og almenna umhirðu lóðar okkar í Tjarnarmýri 9-15 árum saman. Vinna þeirra er fagleg og frágangur og snyrtimennska er til fyrirmyndar.

Hannað og framleitt af

Vefsson logo