Haukanes
Eigendur hússins höfðu samband við okkur og ætluðu að fara í stórar framkvæmdir í garðinum. Hér byrjuðum við á því að taka upp gangstéttar og stiga meðfram húsinu sem voru komnir á tíma. Við settum hitalagnir og slóum upp mótum til að hægt væri að steypa upp á nýtt. Valið var að notast við stimplaða steypu sem að okkar mati kom mjög fallega út.
Næst var að endurhanna grasflötinn þar sem hann var breikkaður og þökulagður með garðagrasi. Að því loknu var farið að huga að pallasmíði, við fengum nokkuð frjálsar hendur hvað hönnunina varðar og eigendum leist vel á það hvernig við sáum þetta fyrir okkur og því ekkert til fyrirstöðu að hefjast handa en pallurinn var rúmlega 240 fm